Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 09. júlí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Gat ekki notað símann í neitt vegna áreitis fjölmiðla
Ætlaði að verða bestur í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson er gestur í nýju hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Gummi Ben, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir lýsingar sínar á íþróttaleikjum og náði inn í hjörtu landsmanna á EM 2016 með ógleymanlegum lýsingum, segir í viðtalinu meðal annars frá áreitinu eftir EM og metnaðinum þegar hann var ungur.

„Eina sem ég veit er að ég ætlaði alla leið. Ég ætlaði að verða bestur í heimi, en ég þurfti því miður aðeins að breyta þeim plönum, þó að ég hafi ekki breytt þeim plönum eftir fyrstu krossbandaslitin og ekki eftir önnur, það var svona eftir þriðju og fjórðu slitin sem ég fór að hugsa: Ég næ líklega ekki að verða bestur í heimi," segir Gummi meðal annars í viðtalinu.

Eftir lýsingar hans á EM varð Gummi heimsfrægur.

„Ég var fljótur að átta mig á því að það væri ekki séns fyrir mig að svara þessu öllu. Ertir Austurríkisleikinn gerðist eitthvað sem er eiginlega ekki hægt að útskýra. Reyndar verð ég nú að skjóta á einn starfsmann Símans sem ákvað að það væri góð hugmynd að allir erlendir fjölmiðlar sem hefðu samband fengju bara númerið mitt. Það var ekki góð hugmynd!”

Eftir að boltinn byrjaði að rúlla var áreitið svo mikið að Gummi gat ekkert notað símann, hvorki til að senda skilaboð né tölvupósta eða hringja, þar sem innhringingar beinlínís stoppuðu ekki.

Í kjölfarið endaði hann svo meðal annars í einum stærsta sjónvarpsþætti Þýskalands sem viðmælandi með Robbie Williams, en segir að undarlegasta „giggið” hafi líklega verið þegar þýskt tæknifyrirtæki fékk hann til að halda eins konar uppistand með líkamsæfingum fyrir starfsfólkið sitt.

„Þeir voru með 200 starfsmenn á þessarri sýningu og ég var með upphitun fyrir starfsfólkið, nánast að gera einhverjar líkamsæfingar og gera þau klár inn í helgina og eitthvað.”

Í viðtalinu ræða Sölvi og Gummi meðal annars um störfin í fjölmiðlum, Covid tímabilið, nýja hlutverkið sem býður Gumma að verða afi og margt margt fleira.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið


Athugasemdir
banner
banner