Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 09. júlí 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungverjar fá refsingu fyrir ömurlega hegðun
Ungverjaland þarf að spila næstu landsleiki sína fyrir luktum dyrum.

UEFA hefur tekið ákvörðun um það eftir að hópur stuðningsmanna Ungverja hegðuðu sér eins og fábjánar á Evrópumótinu.

Það var leikið á Puskas Arena í Ungverjalandi á Evrópumótinu. Ungverjar mættu meðal annars Frakklandi þar. Það var fjallað um það fyrir nokkrum vikum að ákveðinn hópur stuðningsmanna Ungverja hafi verið með kynþáttafordóma í garð Kylian Mbappe, stjörnu Frakklands. Þeir hafi gert apahljóð og beint því að honum.

Karim Benzema, sem er af alsírskum ættum, varð einnig fyrir fordómum.

Það kom einnig fram að UEFA hefði fengið skýrslu eftir 3-0 sigur Portúgal á Ungverjum í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM. Í skýrslunni kom fram að stuðningsmenn Ungverja hefðu verið með borða á vellinum þar sem þeir lýstu yfir andstöðu sinni við samkynhneigða.

Knattspyrnusamband Ungverjalands hefur verið sektað um 100 þúsund evrur og verða engir áhorfendur á næstu heimaleikjum Ungverja, í keppnum á vegum UEFA.
Athugasemdir
banner