Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 09. júlí 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefur eins mikil áhrif á Stubb og hann hugsanlega getur"
Ívar að ræða málin með Arnari í lok fyrri hálfleiks í gær.
Ívar að ræða málin með Arnari í lok fyrri hálfleiks í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA menn alls ekki sáttir en Úlfur Ágúst var kátur.
KA menn alls ekki sáttir en Úlfur Ágúst var kátur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Már - Stubbur.
Steinþór Már - Stubbur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA menn voru réttilega mjög ósáttir með markið sem FH skoraði í leik liðanna í gær. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði með skalla en fyrir framan markvörð KA, Steinþór Má Auðunsson, stóð Sigurður Bjartur Hallsson. Sigurður var í rangstöðu og hafði augljóslega áhrif á því hvernig Steinþór í markinu athafnaði sig.

Dómari leiksins, Arnar Þór Stefánsson, var meðvitaður um að Sigurður hefði verið fyrir innan en mat atvikið þannig að Sigurður hefði ekki haft áhrif. Atvikið má sjá í spilaranum neðst.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn og fór yfir samskipti sín við dómara leiksins.

„Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð."

„Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,"
sagði Ívar við Gunnlaug Jónsson.

Atvikið var rætt í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

„Ég skil ekki hvernig ekki er dæmd rangstaða á þetta. Það kemur skalli og leikmaðurinn beygir sig niður. Stubbur (gælunafn Steinþórs) þarf að stilla sig af eins og Sigurður sé að fara skalla boltann þangað til á síðustu sekúndu. Þegar sýnt er frá sjónarhorninu fyrir aftan markið þá sést að Stubbur þarf að hreyfa höndina í aðra stöðu heldur en upprunalega af því að hann heldur að gæinn sé að fara skalla boltann. Auðvitað hefur Sigurður áhrif á leikinn og ég skil ekki hvernig það er ekki dæmd rangstaða á þetta," sagði fyrrum markvörðurinn og markmannsþjálfarinn Valur Gunnarsson.

„Sigurður hefur eins mikil áhrif á Stubb og hann hugsanlega getur," bætti Baldvin Már Borgarsson við.

„Sorry, nú er ég búinn að vera hrifinn af Arnari í sumar, finnst hann hafa dæmt vel, en þegar þú ert með Birki (Sigurðarson) á línunni, einn reyndasta aðstoðardómara landsins, og þú ert að stíga þín fyrstu skref í efstu deild... hlustaðu á Birki!" sagði Valur.


Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11
Athugasemdir
banner
banner