
„Mér líður frábærlega. Þetta er geggjað. Við settum okkur markmið fyrir fjórum leikjum um að ná í þessi 12 stig og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Fylkiskonan Ída Marín Hermannsdóttir eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 Stjarnan
Fylkisliðið hefur verið á ótrúlegu skriði og var að vinna sinn fjórða deildarleik í röð. Við spurðum Ídu Marín út í viðsnúninginn.
„Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki sjálfstraustið eftir að vinna fyrsta leikinn eftir að hafa tapað ógeðslega mörgum,“ svaraði Ída sem átti frábæran leik í kvöld. Fiskaði víti, skoraði tvívegis og átti stoðsendingu.
Hún var að vonum sátt með eigin frammistöðu og sagðist aðspurð vera búin að æfa vítin svolítið aukalega.
Nánar er rætt við þennan efnilega leikmann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir