Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 15:00
Aksentije Milisic
Lacazette sagður fara til Atletico Madrid ef Aubameyang framlengir við Arsenal
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, framherjir Arsenal, mun ganga til liðs við Atletico Madrid á 30 milljónir punda ef Pierre-Emerick Aubameyang nær samkomulagi um framlengingu á samningi sínum hjá Arsenal. Þessu greina breskir fjölmiðlar frá í dag.

Lacazette kom til Arsenal frá Lyon árið 2017 en hann hefur reglulega verið á bekknum frá því að Mikel Arteta tók við liðinu í desember síðastliðnum.

Flestir búast við því að Aubameyang skrifi undir nýjan samning hjá Arsenal sem gæti þýtt að hinn 29 ára gamli Lacazette gangi til liðs við Atletico Madrid á Spáni fyrir 30 milljónir punda samkvæmt Daily Star.

Lacazette var nálægt því að ganga til liðs við Atletico árið 2017 áður en hann gekk í raðir Arsenal. Lacazette er sagður ósáttur með það að Arteta sé að fara byggja upp Arsenal liðið í kringum Aubameyang og unga leikmenn með honum.

Willian hefur einnig verið orðaður grimmt við Arsenal undanfarið og það gæti spilað inn í að Lacazette hverfi á braut. Þrátt fyrir allt þá var Lacazette í byrjunarliði Arsenal þegar liðið vann enska bikarinn á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner