Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 09. ágúst 2022 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Haaland blótaði tvisvar í sínu fyrsta viðtali
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland tók ekki langan tíma í að stimpla sig rækilega inn í enska boltann því hann skoraði tvö mörk strax í fyrsta leik sínum í deildinni.

Haaland kom til Manchester City frá Dortmund í sumar og skoraði bæði mörk ensku meistaranna gegn West Ham á sunnudag.

Í viðtali við Sky Sports eftir leik gleymdi hann aðeins að hann væri í beinni útsendingu og blótaði. Á Englandi er mælt gegn því blótað sé í beinum útsendingum, sérstaklega ekki fyrir ákveðinn tíma á daginn.

„Ég hefði átt að skora eftir sendinguna frá Gundo rétt áður en ég fór út af. En **** svona er þetta," sagði Haaland aðspurður hvort hann hefði átt að setja þrennu í leiknum.

Spyrillinn minnti hann á að passa upp á orðbragðið og þá blótaði Haaland aftur, hló þegar hann fattaði það og baðst svo afsökunar. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan.


Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Athugasemdir
banner
banner