Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 09. ágúst 2022 10:18
Fótbolti.net
Sjáðu mörkin: Leiknir gaf Keflavík sigurinn og Valur vann ÍA
Gyrðir var gjörsamlega niðurbrotinn í leikslok.
Gyrðir var gjörsamlega niðurbrotinn í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Leiknir tapaði fyrir Keflavík 1-2 í dramatískum leik í Breiðholti og Valur sótti öll stigin á Akranesi með 2-1 útisigri.

Sigurmark Keflavíkur í Breiðholtinu í gær kom í uppbótartíma en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, varnarmaður Leiknis, gerði þá skelfileg mistök þegar hann sendi boltann beint á Frans Elvarsson sem skoraði. Gyrðir var algjörlega niðurbrotinn í leikslok.

Leiknir er í fallsæti ásamt ÍA en Skagamenn töpuðu 1-2 fyrir Val. Kaj Leo í Bartalsstovu klúðraði víti í leiknum en Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði markið sem á endanum tryggði Val sigurinn.

Vísir hefur birt mörkin og má sjá þau hér að neðan.

Leiknir R. 1 - 2 Keflavík
0-1 Patrik Johannesen ('45 )
1-1 Zean Peetz Dalügge ('61 )
1-2 Frans Elvarsson ('91 )



ÍA 1 - 2 Valur
0-1 Aron Jóhannsson ('51 )
0-1 Kaj Leo Í Bartalstovu ('66 , misnotað víti)
0-2 Arnór Smárason ('67 )
1-2 Kristian Ladewig Lindberg ('85 )


Athugasemdir
banner
banner