Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dani Olmo í Barcelona (Staðfest)
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: Barcelona
Miðjumaðurinn Dani Olmo er genginn í raðir Barcelona frá RB Leipzig í Þýskalandi.

Kaupverðið er 55 milljónir evra sem getur hækkað um sjö milljónir til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.

Olmo skrifar undir samning sem gildir til ársins 2030.

Hann er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Barcelona en hélt til Króatíu sextán ára gamall og var í sex ár hjá Dinamo Zagreb. Hann hélt svo til RB Leipzig árið 2020 en er nú mættur aftur í uppeldisfélagið.

Olmo var í mikilvægu hlutverki á EM í sumar þegar Spánn varð Evrópumeistari. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á köntunum.

Bayern München og félög á Englandi sýndu honum líka áhuga en það var í algjörum forgangi hjá Olmo að fara aftur til Barcelona. Núna er það orðið að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner