Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 09. ágúst 2024 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham að kaupa Solanke fyrir metfé
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur náð samkomulagi við Bournemouth um kaup á Dominic Solanke. Kaupverðið verður 65 milljónir punda og er hluti af þeirri upphæð tengd árangurstengdum greiðslum.

Þetta er bæði hæsta upphæð sem Tottenham hefur greitt fyrir leikmann og sú langhæsta sem Bournemouth hefur fengið fyrir leikmann.

Solanke mun ná gangast undir læknisskoðun og verður í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður Tottenham.

Félagið var í framherjaleit, það var aðalmálið í þessum glugga. Solanke er Englendingur sem blómstraði á síðasta tímabili og skoraði 19 mörk í úrvalsdeildinni.

Hann er sagður skrifa undir sex ára samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner