Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 09. september 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 4. sæti
Chelsea er spáð fjórða sæti.
Chelsea er spáð fjórða sæti.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta, herra áreiðanlegur.
Cesar Azpilicueta, herra áreiðanlegur.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz er dýrastur í sögu Chelsea.
Kai Havertz er dýrastur í sögu Chelsea.
Mynd: Getty Images
Thiago Silva kemur með mikla reynslu inn í varnarleikinn.
Thiago Silva kemur með mikla reynslu inn í varnarleikinn.
Mynd: Chelsea
Chelsea hafnaði í fjórða sæti í fyrra. Leikmannahópurinn hefur verið mikið styrktur í sumar.
Chelsea hafnaði í fjórða sæti í fyrra. Leikmannahópurinn hefur verið mikið styrktur í sumar.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 4. sæti er Chelsea.

Um liðið: Chelsea er að fara inn í athyglisvert tímabil. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á síðasta tímabili, fallið út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og tapað í úrslitum FA-bikarsins, var blásið í herlúðra á leikmannamarkaðnum. Mikið hefur verið bætt við liðið og núna er krafan sett á að vinna titla. Chelsea varð síaðst Englandsmeistari 2017. Getur liðið blandað sér í þá baráttu á þessari leiktíð?

Staða á síðasta tímabili: 4. sæti.

Stjórinn: Herra Chelsea, Frank Lampard, tók við Chelsea fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa stýrt Derby County í eitt tímabil þar áður. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea og klárlega einn sá besti sem hefur spilað fyrir félagið, ef ekki sá besti. Það er kominn meiri pressa á hann eftir viðskipti sumarsins og núna er krafan á að hann skili titlum.

Styrkleikar: Liðið hefur styrkt sig mikið. Það eru komnir ferskir fætur inn með leikmönnum eins og Werner, Havertz og Ziyech. Einnig er komin meiri reynsla með Thiago Silva. Það ætti að vera kominn enn meiri broddur í sóknarleikinn með nýjum mönnum og það er meiri breidd í hópnum. Frank Lampard er á sínu öðru tímabili hjá félaginu og ætti að vera búinn að læra helling frá síðustu leiktíð.

Veikleikar: Stærsti veikleiki Chelsea á síðasta tímabili var varnarleikurinn. Hann var oft á tíðum skelfilegur. Liðið var í 12. sæti yfir fæst mörk fengin á sig. Það hafa margir leikmenn komið í sumar og undirbúningstímabilið er stutt. Það gæti tekið einhvern tíma fyrir nýja leikmenn að aðlagast og læra inn á nýja samherja.

Talan: 7. Nýir leikmenn sem Chelsea hefur fengið til sín í sumar. Það hefur verið nóg að gera á markaðnum í sumar hjá Chelsea.

Lykilmaður: Cesar Azpilicueta
Fyrirliði Chelsea og herra áreiðanlegur. Hann er leikmaður sem gefur þér alltaf frammistöðu upp á 7 af 10 og þannig leikmenn er gott af hafa í sínu liði.

Fylgstu með: Kai Havertz
Chelsea keypti þennan efnilega miðjumann frá Bayer Leverkusen í sumar. Kaupverðið hljóðar upp á 72 milljónir punda en það gæti hækkað upp í 90 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum. Havertz er því dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Það eru miklar vonir bundnar við hinn 21 árs gamla Havertz og spennandi verður að fylgjast með honum.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Frank Lampard fór úr því að vera í einu mesta súkkulaðisætinu í efri hluta deildarinnar og mögulega í það heitasta. Sama hvort þú sért hetja hjá Chelsea eða ekki, ef Roman leyfir þér að kaupa fyrir 200 milljónir punda (næstum einn fjórða af heildarkaupverði allra liða deildarinnar) þá er eins gott að þú skilir árangri. Lampard fékk mikið hrós fyrir að nota unga menn í félagaskiptabanninu en ljóst er að þeir munu ekki allir lifa af þessi gríðarlega spennandi stórinnkaup Chelsea-liðsins. Chelsea verður ekkert krútt-lið þetta tímabilið heldur lið sem á að gera atlögu að titlinum og komast langt í mörgum keppnum enda með svakalegan leikmannahóp.”

Komnir:
Hakim Ziyech frá Ajax - 33,6 milljónir punda
Timo Werner frá RB Leipzig - 47,5 milljónir punda
Xavier Mbuyamba frá Barcelona - Óuppgefið
Ben Chilwell frá Leicester - 50 milljónir punda
Malang Sarr frá Nice - Frítt
Thiago Silva frá PSG - Frítt
Kai Havertz frá Bayer Leverkusen - 72 milljónir punda

Farnir:
Mario Pasalic til Atalanta - 13,5 milljónir punda
Alvaro Morata til Atletico Madrid - 59,2 milljónir punda
Willian til Arsenal - Frítt
Pedro til Roma - Frítt
Ethan Ampadu til Sheffield United - Á láni
Kenedy til Granada - Á láni
Marc Guehi til Swansea - Á láni
Armando Broja til Vitesse - Á láni
Jamal Blackman til Rotherham - Á láni
Izzy Brown til Sheffield Wednesday - Á láni
Ike Ugbo til Cercle Brugge - Á láni
Trevoh Chalobah til Lorient - Á láni
Nicolas Tié til Vitoria Guimarães - Óuppgefið

Fyrstu leikir: Brighton (Ú), Liverpool (H), West Brom (Ú).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Chelsea, 210 stig
5. Arsenal, 192 stig
6. Tottenham, 182 stig
7. Leicester, 161 stig
8. Wolves, 160 stig
9. Everton, 146 stig
10. Southampton, 113 stig
11. Sheffield United, 101 stig
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner