Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 08. september 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáin fyrir enska - 6. sæti
Tottenham Hotspur
Tottenham.
Tottenham.
Mynd: Getty Images
Sá sérstaki - Jose Mourinho.
Sá sérstaki - Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Sá mikilvægasti - Harry Kane.
Sá mikilvægasti - Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Son og Hugo Lloris faðmast.
Son og Hugo Lloris faðmast.
Mynd: Getty Images
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Höjbjerg er kominn frá Dýrlingunum.
Höjbjerg er kominn frá Dýrlingunum.
Mynd: Getty Images
Lucas Moura - Heung-min Son og Harry Winks.
Lucas Moura - Heung-min Son og Harry Winks.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 6. sæti er Tottenham.

Um liðið: Tottenham er félag í Lundúnum sem hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari, síðast árið 1961. Félagið hefur var síðast utan efstu deildar tímabilið '78-79. Tottenham varð sjötta félagið inn í 'stóru sex' á Englandi. Þessum stóru sex er spáð efstu sex sætunum þetta árið.

Staða á síðasta tímabili: 6. sæti.

Stjórinn: Jose Mourinho, sá sérstaki, tók við þegar Mauricio Pochettino var rekinn í nóvember á síðasta ári. Mourinho er mjög sigursæll stjóri og stundum sagður titlaóður. Það ætti að henta Tottenham vel því félagið vinnur ekki beint titil á hverri leiktíð og eru vonir bundnar við að Móri kræki í eins og einn bikartitil hjá Spurs. Mourinho fer sýnar eigin leiðir til að koma skilaboðum til leikmanna sinna og er duglegur að láta óánægju sína í ljós í viðtölum eftir leiki.

Styrkleikar: Í liðinu eru mjög margir hæfileikaríkir leikmenn: Harry Kane, Heung-min Son, Dele Alli og Toby Alderweireld sem fengu viðbótina Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Steven Bergwijn á síðustu leiktíð - góður hópur sem vantaði jafnvægi í leik sinn. Liðið keypti inn hægri bakvörð og djúpan miðjumann sem var nákvæmlega það sem þurfti. Liðið er með mikla breidd fram á við ef frá er talin framherjastaðan. Lucas Moura, Erik Lamela, Bergwijn, Son, Alli og jafnvel Sessegnon munu berjast um að spila við hlið Kane. Heimavallarárangur Spurs var sá þriðji besti á liðinni leiktíð.

Veikleikar: Hvernig leysir Tottenham það þegar liðin liggja til baka? Mourinho er meistari í því að liggja til baka með sitt lið og ná í jákvæð úrslit. Tottenham var í brasi á síðustu leiktíð þegar lið lágu til baka en ný vídd sóknarlega með Matt Doherty er mikil breyting frá þvi að þurfa Serge Aurier í leik eftir leik. Árangur á útivelli var vel undir pari og 11. besti árangur deildarinnar staðreynd, mínus fimm í markatölu.

Talan: 29. 29 ár eru frá því Tottenham vann síðast stóran titil, 1991 þegar enski bikarinn vannst. Tottenham vann síðast titil árið 2008 þegar deildabikarinn fór í bikarherbergið.

Lykilmaður: Harry Kane
Leikmaður sem er fyrirmynd samherja sinna í sinni nálgun, ekki sá mest hvetjandi kannski með ræðum en Kane er leikmaður sem verður að haldast heill fyrir Tottenham. það er enginn framherji á bekkum og mun Mourinho treysta á Lucas eða Son sem fremsta mann ef Kane nýtur ekki við. Kane skoraði fimm mörk í síðsutu þremur leikjum Spurs á liðinni leiktíð og skoraði alls 18 mörk í 29 leikjum.

Fylgstu með: Giovani Lo Celso
Afskaplega skemmtilegur og skapandi miðjumaður sem var algjör lykilmaður hjá Mourinho þegar leið á tímabilið. Lo Celso er 24 ára gamall og sinnir bæði fínni varnarvinnu sem og að skapa fyrir mennina fyrir framan sig á vellinum. Miklar væntingar voru gerðar til hans á síðustu leiktíð og honum tókst ekki alveg að sýna allt - það má vonast eftir miklu í ár frá Argentínumanninum.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Pierre-Emile Höjbjerg og Matt Doherty eru kannski ekki menn sem selja treyjur í kassavís en Mourinho vantar fleiri nagla inn á völlinn með alvöru attitúd eins og sést í Prime-þáttunum um síðustu leiktíð. Gæðin eru næg í þessu Tottenham-liðið til þess að berjast um Meistaradeildarsæti eins og allir vita enda um 18 mánuðir síðan að nánast sami hópur fór nú alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mourinho kann að safna stigum og vinna leiki og titla og sjálfur þarf hann að sanna að hann sé ekki jafn útbrunninn og margir vilja meina. Tottenham fær að njóta krafta Harry Kane að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót en hann verður nú að haldast heill sem og aðrir en meiðslin fóru ansi illa með lærisveina Mourinho á síðustu leiktíð.”

Komnir:
Pierrer-Emile Höjbjerg frá Southampton - 15 milljónir
Joe Hart frá Burnley - Frítt
Matt Doherty frá Wolves - 14,7 milljónir

Farnir:
Victor Wanyama til Montreal - Frítt
Michel Vorm - Án félags
Troy Parrott til Millwall - Lán
Kyle Walker-Peters til Southampton - 12 milljónir
Jan vertonghen til Benfica - Frítt
Oliver Skipp til Norwich - Lán

Fyrstu leikir: Everton (H), Southampton (Ú) og Newcastle (H).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Tottenahm, 182 stig
7. Leicester, 161 stig
8. Wolves, 160 stig
9. Everton, 146 stig
10. Southampton, 113 stig
11. Sheffield United, 101 stig
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner