Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. september 2020 10:39
Elvar Geir Magnússon
Svona spáir Micah Richards topp fjórum í enska
Micah Richards er fyrrum leikmaður Manchester City.
Micah Richards er fyrrum leikmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Micah Richards hefur gefið út sína spá fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni en hann spáir jafnri og spennandi baráttu á toppi deildarinnar.

Hann spáir því að sömu fjögur lið endi í topp fjórum á komandi tímabili en að Manchester City muni enda uppi sem Englandsmeistari.

Richards spáir því að Liverpool endi í öðru sæti en Manchester United og Chelsea muni fylgja í Meistaradeildina. Hann spáir Rauðu djöflunum þriðja sæti.

Arsenal mun enda í fimmta sæti, sæti fyrir ofan Tottenham, ef spá hans rætist.

Á botni deildarinnar telur Richards að Aston Villa muni naumlega forðast fall með því að enda í 17. sæti, sæti á eftir nýliðum Leeds.

Richards spáir því að Crystal Palace, West Brom og Fulham muni falla.
Athugasemdir
banner
banner