

„Maður trúir þessu ekki, ótrúlega stolt af liðinu, stjórninni, þjálfurunum og bara allt í kring. Þetta er bara geggjað.'' segir Guðrún Karítas Sigurðardóttir, leikmaður Fylkis, eftir 2-3 sigur gegn Gróttu í loka umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 3 Fylkir
„Við komum í seinni miklu betri, vorum svolítið stressaðar í fyrri og náðum ekki alveg að spila okkar leik og náðum ekki að nýta færin okkar, við fengum slatta af færum. En gott að klára þetta.''„
„Við höfðum bara trú á þetta í dag. Maður sá það bara á öllum andlitunum í klefanum að við eigum bara að klára að fara út og klára þetta í seinni hálfleik.''
Guðrún skoraði frábært mark frá löngu færi sem var seinasta mark leikins og trygði markið Fylkir sigurinn.
„2-2 var bara of stressandi, ég hugsaði bara æji ég er ein, ég verð bara að prófa að skjóta. Það fór inn og það var geggjað.''
„Ég er ótrúlega stolt af þessum stelpum. Við höfum lagt ótrúlega mikið á okkur í allan vetur og allt sumar og við náðum markmiðinu okkar með að komast upp.''