„Ég er mjög ánægður satt að segja. Svekktur að tapa leiknum, fannst við góðar í dag. Við réðum ríkjum, 7-8 góð færi en inn vildi boltinn ekki fara. Markmaðurinn átti frábæran dag. Við vorum ekki á okkar besta sem er skiljanlegt og ég er mjög stoltur af þeim." sagði John Andrews, þjálfari Víkings eftir 1-0 tap gegn HK í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 1 HK
Víkingar þrefaldir meistarar í ár, sástu þetta fyrir?
„Við vissum að eitthvað sérstakt væri að gerast um síðasta október. Við fengum góða leikmenn og höfðum plan frá því um fjórum árum. Við sáum eitthvað en þú getur ekki spáð fyrir um þrjá titla, sérstaklega Mjólkurbikarinn. Það er eitthvað sérstakt að gerast í þessu félagi. Ég held að við höfðum 650-700 manns hérna sem er frábært fyrir kvennaboltann og tvö frábær lið."
Það hefur verið orðrómur að John hætti með liðið eftir tímabilið.
„Þú segir mér fréttir. Ég og stjórnin höfum sést niður síðustu daga og talað um hvað gerist á næsta ári og þar eftir. Hurðin er opin því að samningurinn minn rennur út 30. september. Við eigum frábæran dag þannig þetta er ekki um mig. Þetta er um leikmennina og félagið að skrifa söguna. Og ég vil fá að segja eitt, glerþakið er brotið í kvennabolta núna. Að geta spilað svona, haft stúkuna svona. Það er bara frábært fyrir kvennaboltann. Höfum þetta ekki um mig, höfum þetta um leikmennina og hversu stolt við erum af þeim."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir






















