Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 09. október 2017 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð um óskamótherja: Eigum við ekki að segja Bandaríkin
Icelandair
Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld
Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, var hæstánægður með að liðið hafi landað sæti á HM sem fer fram í Rússlandi á næsta ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson sáu til þess að Ísland myndi vinna Kósóvó með mörkum sínum og kláraði Ísland riðilinn í efsta sæti.

„EM var sætt, þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð," sagði Alfreð.

„Skiljanlega var fyrsti hálftíminn ekkert sérstakur, vorum ekki alveg að finna hvort við ættum að pressa eða liggja á þá. Það var í raun og veru engin hætta nema þetta langskot hjá þeim."

„Við vitum að þeir eru ekki að tapa neitt stórt, orðið í kvöld var þolinmæði."

„Það komast þrettán lið frá Evrópu á HM, 24 á Evrópumótið. Þetta er rugl."

„Það er komin ótrúlega mikil reynsla í þetta lið, vorum í umspilinu fyrir fjórum árum og það gaf okkur ótrúlega mikið. Spennustigið þar var hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum það með okkur og kláruðum EM, þegar menn eru komnir með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður gera þetta á tveggja ára fresti."


Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja þá kom raunverulega bara eitt lið til greina en það er Bandaríkin. Aron Jóhannsson ákvað að leika fyrir bandaríska landsliðið og vill Alfreð ólmur mæta vini sínum.

„Ég var ekki alveg kominn svo langt. Það væri gaman að fá einhver skemmtileg lið annað en Evrópuþjóðir. Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner