fös 09. október 2020 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Hannes fékk leiðbeiningar á vatnsflösku fyrir vítið
Icelandair
Hannes les leiðbeiningarnar.
Hannes les leiðbeiningarnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran 2 - 1 sigur á Rúmeníu í umspili fyrir sæti á EM 2020 í gærkvöldi. Ísland komst í 2 - 0 með mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik en mark Rúmena kom úr vítaspyrnu.

Damir Skomina dómari leiksins ákvað þá að skoða á VAR skjánum atvik sem átti sér stað í vítateignum og eftir að hafa staðið drykklanga stund við skjáinn ákvað hann að dæma vítaspyrnu.

Um leið og vítaspyrnan var dæmt hljóp Haukur Björnsson læknir íslenska liðsins með vatnsbrúsa til Hannesar Þórs Hallldórssonar markmanns íslenska liðsins.

Hannes var þegar með vatn við markið sitt en á nýja brúsanum voru skilaboð til Hannesar um hvar Alexandru Maxim vítaskytta Rúmena myndi skjóta.

Þetta gekk þó ekki alveg upp því Maxim skoraði úr vítinu en Ísland vann leikinn og spilar úrslitaleik við Ungverjaland í Búdapest 12. nóvember um hvort liðið fer á EM.

Myndir af þessu má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner