Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 09. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Hver einasti leikur er úrslitaleikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir leikmenn í fínu standi eins og við sáum í leikjunum um daginn," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag en hann tilkynnti í dag hópinn sem mætir Svíum í toppslag í undankeppni EM þann 27. október næstkomandi.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn

Andrea Rán Hauksdóttir, miðjumaður Breiðabliks, kemur inn í hópinn fyrir Rakel Hönnudóttur.

„Hún hefur staðið sig frábærlega í deildinni hérna heima og gert virkilega góða hluti á miðjunni hjá Breiðabliki. Hún kemur aftur inn í okkar hóp. Hún var með okkar á síðasta ári í verkefnum þar og snýr aftur í hópinn okkar. Við þekkjum hana og hún þekkir okkur og það er frábært að fá hana til baka."

Ísland burstaði Lettland og gerði jafntefli við Svía í síðasta mánuði. Ísland og Svíþjóð mætast aftur í toppslag 27. október.

„Okkar markmið er að halda áfram að þróa og bæta okkar leik á milli leikja. Það er markmið númer 1. Markmiðið hefur alltaf verið að fara áfram úr þessum riðli í lokakeppnina á Englandi. Við höldum þeirri leið áfram. Við eigum þrjá leiki eftir og við erum komin á það stig í þessum riðli að hver einasti leikur er úrslitaleikur. Það eru þrír leikir eftir og það má segja að þetta séu allt úrslitaleikir."

„Það er tilhlökkun að liðið komi saman og halda áfram að ná takti. Þetta hafa verið langar pásur á milli verkefna og mikið on og off. Þetta hefur verið slitrótt. Við erum fyrst og fremst spennt að ná takti og samfellu í því sem við erum að gera. Okkur fannst við vera á frábæri leið í síðasta verkefni og það er fyrst og fremst tilhlökkun að bæta og þróa okkar leik."

Sjá einnig:
Veiran truflar - „Þjöppum okkur saman í kreppum og krísum"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner