
De Bruyne, Upamecano, Sarri, Bale og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.
Manchester City er í viðræðum við Kevin de Bruyne (29) sem ganga vel. Félagið vill að Belginn geri nýjan fimm ára samning. (Tumes)
Manchester United mun reyna að kaupa franska varnarmanninn Dayot Upamecano (21) frá RB Leipzig næsta sumar. Liverpool og Manchester City hafa einnig áhuga. (Times)
Memphis Depay (26) segir að „ákveðnar reglur" hafi komið í veg fyrir að hann færi til Barcelona í félagaskiptaglugganum. (AS)
Franski miðjumaðurinn Houssem Aouar (22) segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki verið seldur frá Lyon til Arsenal. (Mail)
Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea og Juventus, kemur til greina í stjórastól Fiorentina. (Tuttomercato)
Velski framherjinn Gareth Bale (31) vill vinna ensku úrvalsdeildina með Tottenham á þessu tímabili. Þetta segir umboðsmaður hans. (Sky Sports)
Liverpool hefur verið í viðræðum við vængmanninn Harry Wilson (23) um að fara mögulega á lán þegar hann snýr aftur úr landsliðsverkefni með Wales. (Standard)
Bournemouth mun ekki leyfa velska miðjumanninum David Brooks (23) að fara. Sheffield United vill leikmanninn. (Football Insider)
West Ham íhugar að gera 5 milljóna punda tilboð í írska miðjumanninn Ryan Manning (24) hjá QPR. Hann getur einnig spilað sem vinstri bakvörður. (Star)
West Ham vill einnig fá norska sóknarmanninn Josh King (28) en telur að 17,5 milljóna punda verðmiði Bournemouth sé of hár. (Guardian)
West Ham vill fá miðvörð og Englendingurinn Steve Cook (29) hjá Bournemouth er meðal nafna á blaði. (Star)
Manchester United hafnaði beiðni Penarol um að fá úrúgvæska vængmanninn Facundo Pellistri (18) strax aftur til baka á láni. Pellistri gekk í raðir United á gluggadeginum. (Manchester Evening News)
Ashley Young (35) segir að hann myndi yfirgefa Inter ef það myndi þýða að hann gæti spilað aftur fyrir Watford. (Golden Tales podcast)
Bandaríska NFL-félagið San Francisco 49ers vill stækka hlut sinn í Leeds. Félagið á 10% hlut sem keyptur var 2018. (NBC Sports)
Athugasemdir