Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaralega gert hjá Mourinho að taka Lamela af velli í hálfleik
Lamela í jörðinni á Old Trafford.
Lamela í jörðinni á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn The Athletic greinir frá því að það hafi verið rifrildi í allar áttir í búningsklefa Manchester United í hálfleik gegn Tottenham.

Bruno Fernandes var hávær í klefanum. Sögusagnir hafa verið um það að hann hafi verið tekinn af velli í hálfleik því hann hafi verið svo reiður út í fyrirliðinn Harry Maguire, en það er ekki rétt samkvæmt The Athletic. Skiptingin var bara taktísk.

Reiði leikmanna Man Utd beindist hvað mest að Erik Lamela, leikmanni Tottenham.

Argentínumaðurinn veiddi Anthony Martial, sóknarmann United, í gildru í fyrri hálfleiknum. Lamela rak olnbogann upp að hálsi Martial, en Frakkinn svaraði með því að slá til Lamela, sem henti sér í jörðina. Martial fékk rautt og Lamela gult.

„Í hálfleik vissu allir leikmenn Man Utd að Lamela hefði gert sér upp meiðslin. Þeir voru reiðir. Jose gerði meistaralega í því að taka hann út af," sagði heimildarmaður The Athletic en Jose Mourinho tók Lamela út af í hálfleik.

Staðan var 4-1 í hálfleik og endaði leikurinn 6-1.

Hægt er að lesa grein The Athletic með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner