Adrien Rabiot, leikmaður franska landsliðsins og Juventus, hefur greinst með Covid-19 veiruna. Hann er kominn í einangrun missir því af úrslitaleik Þjóðadeildarinnar gegn Spáni.
Didier Deschamps, þjálfari landsliðsins, má ekki kalla inn annan leikmann og því fer hann með 21 manna hóp í úrslitaleikinn.
Þetta eru einnig slæmar fréttir fyrir Juventus en Rabiot mun að öllum líkindum einnig missa af leik Juventus og Roma sem er um næstu helgi.
Frakkland lenti 2-0 undir gegn Belgíu í undanúrslitaleiknum en tókst að snúa taflinu við eftir frábæran síðari hálfleik. Theo Hernandes, bakvörðurinn öflugi hjá AC Milan, gerði sigurmarkið undir lok leiks.
Úrslitaleikurinn fer fram annað kvöld á San Siro vellinum í Mílanó borg.
Athugasemdir