Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 09. nóvember 2019 10:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard tilheyrir 0,1% jarðarbúa með yfir 150 í greindarvísitölu
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, svaraði spurningum frá netverjum í tæpan stundarfjórðung í vikunni.

Þar litu ýmsar áhugaverðar spurningar dagsins ljós en ein þeirra var „Hversu háa greindarvísitölu er Frank Lampard með?"

„Ég veit ekki nákvæma tölu en ég er með 150 og eitthvað í greindarvísitölu. Greindarvísitalan var mæld hjá öllum í Chelsea eftir höfuðmeiðsli John Terry í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal. Það var gert svo hægt væri að sjá muninn á greindarvísitölu ef við yrðum fyrir heilahristingi eða öðru hnjaski," svaraði Lampard.

Aðeins 1% jarðarbúa er með yfir 136 í greindarvísitölu. Þá er aðeins 0,1-0,2% jarðarbúa með yfir 150 í greindarvísitölu.

Lampard er goðsögn í enska knattspyrnuheiminum enda einn af betri miðjumönnum sem England hefur alið af sér. Hann ákvað að gerast knattspyrnustjóri eftir að skórnir fóru á hilluna og hefur sú tilraun gengið afar vel hingað til.
Athugasemdir
banner