Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 09. nóvember 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Hanna Kallmaier áfram hjá ÍBV (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Hanna Kallmaier hefur framlengt samning sinn við ÍBV fyrir næsta tímabil.

Hin 26 ára gamla Hanna er frá Þýskalandi en hún kom til ÍBV fyrir nýliðið tímabil.

Hanna spilaði sextán leiki í Pepsi Max-deildinni og var í lok tímabilsins valin besti leikmaður ÍBV.

„Hanna er mikilvægur hlekkur í ÍBV liðinu, hún er mikill dugnaðarforkur og tilbúin að leggja mikið á sig, einnig er hún frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn," segir á heimasíðu ÍBV.
Athugasemdir