Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 09. nóvember 2023 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Jason Daði með tvö mörk á þremur mínútum á Laugardalsvelli - Aldrei vekja mig!
Jason Daði fagnar gegn Gent í kvöld
Jason Daði fagnar gegn Gent í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, er kominn með tvö mörk gegn belgíska liðinu Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Laugardalsvelli, en hann gerði mörkin á aðeins þremur mínútum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

Gestirnir tóku forystuna á 6. mínútu eftir að Gift Orban stangaði boltann í netið.

Jason Daði tók síðan við sýningunni og skoraði tvö mörk fyrir Blika og kom liðinu í 2-1.

Fyrra markið kom eftir slaka sendingu úr vörn Gent sem Davíð Ingvarsson hrifsaði áður en hann fann Gísla Eyjólfsson. Hann reyndi skotið, en boltinn fór af varnarmanni og fyrir Jason sem skoraði af stuttu færi.

VAR skoðaði mögulega rangstöðu, en markið gott og gilt. Jason kom Blikum yfir stuttu síðar. Gísli átti aftur skot sem markvörður Gent varði út á Jason sem var ekki í vandræðum með að klára færið. Laglega gert hjá Blikanum.

Bæði mörkin má sjá hér fyrir neðan.








Athugasemdir
banner
banner
banner