
Brasilía tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu í 8-liða úrslitum á HM í dag.
Það skildu fáir í því af hverju stærsta stjarna Brasilíu, Neymar, var ekki búinn að taka víti en hann átti að taka fimmtu spyrnuna og fékk ekki tækifæri til þess að lokum.
„Fimmta spyrnan ræður úrslitum og það er mesta pressan þá. Sá sem er mest tilbúinn andlega í hana á að taka síðustu spyrnuna," sagði Tite sem hætti síðan sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir leikinn.
Hann var einnig spurður út í upplegg Brasilíu undir lok framlengingarinnar en spyrlinum þótti lítið skipulag á liðinu eftir að Brasilía komst yfir.
„Það eru þín orð, ekki mín, ég er ósammála. Við spiluðum sóknarbolta og við settum þá undir pressu. VIð reyndum að vinna leikinn með því að setja Pedro inn á og svo settum við Danilo inn á til að fara upp og niður kanntinn. Þeir áttu skot sem fór af varnarmanni og í netið. Kannski er það sem þú átt við með óskipulag? Það var eina færi Króata," sagði Tite að lokum.