Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Langþráður sigur heldur Udinese í efri hlutanum
Mynd: EPA
Monza sársaknar Michele Di Gregorio sem var seldur til Juventus fyrir 20 milljónir evra síðasta sumar.
Monza sársaknar Michele Di Gregorio sem var seldur til Juventus fyrir 20 milljónir evra síðasta sumar.
Mynd: EPA
Monza 1 - 2 Udinese
0-1 Lorenzo Lucca ('6)
1-1 Georgios Kyriakopoulos ('47)
1-2 Jaka Bijol ('70)

Monza og Udinese áttust við í síðasta leik 15. umferðar efstu deildar ítalska boltans og tóku gestirnir forystuna snemma leiks þegar Lorenzo Lucca skoraði sitt fimmta mark á deildartímabilinu með skalla eftir fyrirgjöf frá Jordan Zemura í vel útfærðri skyndisókn.

Monza var mjög mikið með boltann í leiknum og átti mikið af marktilraunum en þær fóru ýmist í varnarmenn eða hittu ekki markrammann.

Georgios Kyriakopoulos jafnaði þó leikinn fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og hélt leikurinn áfram í sama fari og áður, þar sem Monza stjórnaði spilinu en tókst ekki að skapa góð færi á meðan gestirnir frá Údíne beittu hættulegum skyndisóknum.

Sigurmark leiksins kom úr einni slíkri, þegar miðvörðurinn Jaka Bijol fór í ólíklegt hlaup upp völlinn og endaði einn gegn markverði. Hann var heppinn að skora framhjá Stefano Turati, sem átti að verja slakt skot frá Bijol, en markið gildir engu að síður.

Lokatölur urðu 1-2 fyrir Udinese sem er áfram í níunda sæti Serie A deildarinnar eftir að hafa misst sætið til Empoli um helgina, með 20 stig eftir 15 umferðir. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan í október og því afar kærkomin stig þar á bæ.

Monza er í fallsæti, með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner