Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. janúar 2021 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Jafntefli í toppbaráttuslag í hádeginu
Skriniar skoraði fyrir Inter.
Skriniar skoraði fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 2 Inter
1-0 Lorenzo Pellegrini ('17 )
1-1 Milan Skriniar ('56 )
1-2 Achraf Hakimi ('63 )
2-2 Gianluca Mancini ('86 )

Það var hart barist þegar Roma og Inter áttust við í hádegisleik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Lorenzo Pellegrini kom Roma yfir á 17. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins.

Antonio Conte gíraði sitt lið vel í seinni hálfleikinn því fljótlega tók Inter forystuna. Varnarmennirnir Milan Skriniar og Achraf Hakimi voru á skotskónum.

Það var hins vegar ekki nóg fyrir Inter því kollegi þeirra hjá Roma, varnarmaðurinn Gianluca Mancini jafnaði metin á 86. mínútu. Lokatölur í Róm, 2-2.

Þetta var hörkuleikur en þessi lið sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Inter með 37 stig, þremur stigum frá toppnum, og Roma með 34 stig.

Aðrir leikir í dag:
14:00 Parma - Lazio
14:00 Udinese - Napoli (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Verona - Crotone
17:00 Fiorentina - Cagliari (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Juventus - Sassuolo (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner