sun 10. janúar 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markmiðið fyrir Andra að koma ferskur inn að fríi loknu
Andri í leik með íslenska landsliðinu.
Andri í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur átt í nokkru basli á þessu tímabili með Esbjerg í dönsku B-deildinni. Meiðsli hafa verið að stríða honum nokkuð.

Andri, sem er þrítugur, er búinn að skora sex mörk í 13 leikjum, en fjögur af þessum mörkum komu í bikarnum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Esbjerg, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í Andra.

„Hann hefur verið óheppinn með meiðsli seinni hlutann sérstaklega," sagði Ólafur.

„Þegar hann kom til okkar var hann svolítið á eftir; hann hafði verið í Þýskalandi og ekki spilað mikið. Það vantaði leikæfingu og hann var ekki að hafa loft og lungu í að klára alla leiki."

„Hann skoraði mikilvæg mörk á tímabili, í bikarnum til að mynda og í deildinni líka. Seinni hlutann lenti hann í leiðinlegum meiðslum, bak og aftan í læri. Þegar við fórum í frí var markmiðið fyrir hann að vinna í sínum málum og koma ferskur í janúar."

Esbjerg er sem stendur í öðru sæti dönsku B-deildarinnar og er í baráttu um að fara upp.
Útvarpsþátturinn - Óli Kristjáns, Emil og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner