Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. janúar 2021 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Rangers óstöðvandi - Gerrard færist nær fyrsta titlinum
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Steven Gerrard eru svo sannarlega óstöðvandi um þessar mundir í skosku úrvalsdeildinni.

Rangers heimsótti Aberdeen í dag og náði þar að knýja fram sigur. Kólumbíumaðurinn Alfredo Morelos átti góðan leik og skoraði tvennu fyrir Rangers.

Morelos kom Rangers yfir á 32. mínútu og bætti við öðru marki í byrjun seinni hálfleiks. Aberdeen náði að minnka muninn á 67. mínútu en meira var það ekki hjá heimamönnum.

Rangers er á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með 65 stig eftir 23 leiki, en liðið hefur ekki enn tapað; 21 sigur og tvö jafntefli. Rangers er 22 stigum á undan Celtic sem á þó fjóra leiki til góða erkifjendur sína.

Gerrard á góðan möguleiki á að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari en hann þykir mjög líklegur til að taka við Liverpool einhvern daginn. Hann var lengi vel fyrirliði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner