Benoný Breki Andrésson er á leið til Randers í Danmörku á reynslu en þetta segir Arnar Laufdal á Twitter.
Samkvæmt hans heimildum mun Benoný æfa í þrjár vikur með Randers og hann mun fá tilboð ef Danirnir eru ánægðir með hann.
Fótbolti.net greindi frá því í slúðurpakka fyrr í vetur að Benoný væri á leið heim en það reyndist ekki rétt. Þá voru lið frá Danmörku og Hollandi inn í myndinni.
Benoný sem er fæddur árið 2005 hefur leikið 9 leiki með u18 liði Bologna og skorað fjögur mörk. Hann á að baki fimm u 17 landsleiki.
Benóný Breki (@BolognaFC1909en / 2005) er eftirsóttur af mörgum liðum. Stefnir allt í að hann muni fara til @Randers_FC í ????????. Samkvæmt heimildum mun hann æfa í 3 vikur með liðinu. Þá eru Randers einnig sagðir klárir með tilboð í leikmanninn standist hann væntingar þeirra. pic.twitter.com/b85LEqGq7n
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) January 9, 2023