Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Pirlo og Renard sóttu um starfið hjá Belgíu
Hervé Renard.
Hervé Renard.
Mynd: Getty Images
Búið er að loka fyrir umsóknir um landsliðsþjálfarastarf Belgíu en fótboltasamband þjóðarinnar leitar að manni í stað Roberto Martínez sem hætti eftir að Belgum mistókst að komast í útsláttarkeppni HM.

Thierry Henry er talinn líklegastur til að fá starfið. Henry var aðstoðarmaður Martínez og hefur þegar fengið stuðningsyfirlýsingu frá nokkrum leikmönnum liðsins.

Andrea Pirlo er meðal þeirra sem sóttu um starfið. Pirlo var sigursæll leikmaður en þjálfaraferillinn hans hefur ekki verið farsæll. Hann var rekinn frá Juventus 2021 og er nú með stjórnartaumana hjá tyrkneska liðinu Fatih Karagümrü.

Hervé Renard, þjálfari Sádi-Arabíu, sótti einnig um. Undir hans stjórn unnu Sádar frækinn sigur gegn Argentínumönnum í fyrstu umferð HM en komust hinsvegar ekki upp úr riðlinum.

Sjá einnig:
Fyrrum ræstitæknir lagði Argentínu - „Hann lúkkar eins og kvikmyndaleikari“
Athugasemdir
banner
banner