Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mið 10. janúar 2024 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi: Klásúla í samningnum en tel mjög litlar líkur á að ég noti hana
Í rauninni var það minn helsti vilji að ef ég væri að koma heim að koma þá alveg heim
Í rauninni var það minn helsti vilji að ef ég væri að koma heim að koma þá alveg heim
Mynd: Ólafur Már Svavarsson
Eftir þessi ár úti þá er það gulls ígildi
Eftir þessi ár úti þá er það gulls ígildi
Mynd: Ólafur Már Svavarsson
Heimir réttir Bödda boltann.
Heimir réttir Bödda boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur við að vera kominn heim. Aðdragandinn er sá að ég og Davíð (Þór Viðarsson yfirmaður fótboltamála hjá FH) töluðum saman í sumar. Við vorum báðir sammála um að vera ekki áfram í þessu Skandinavíubrölti og koma þá bara heim í staðinn. Ég er búinn að tala við FH síðustu mánuði og það er mjög gott að vera kominn heim," sagði Böðvar Böðvarsson sem var tilkynntur sem nýr leikmaður FH síðasta laugardag.

Böddi er uppalinn í FH en hélt erlendis eftir tímabilið 2017 og samdi við Jagiellonia í Póllandi. Næsta skref var svo Svíþjóð þar sem hann var í þrjú ár; fyrst eitt ár hjá Helsingborg og svo tvö ár hjá Trelleborg.

'Lose-lose' deild
Skandinavíubrölt, var Böddi búinn að fá leið á Skandinavíu?

„Ég kem úr pólsku úrvalsdeildinni og í sænsku B-deildina. Það er svolítil 'lose-lose' deild að því leytinu að það eru mjög margir góðir leikmenn í henni og mörg góð lið en að sama skapi kannski ekki hátt skrifuð hjá fjölmiðlum og njósnurum annars staðar. Ég er að verða þrítugur. Þó svo að ég sé með klásúlu í samningnum hjá FH til 15. febrúar um að geta losnað þá tel ég mjög litlar líkur á að ég muni notfæra mér hana."

FH eða Sádi
Væri það þá bara ef það kæmi áhugi erlendis frá?

„Ef það kæmi tilboð sem fjárhagslega væri miklu betra en hérna heima, eða þá að það væri eitthvað alvöru verkefni. En í mínum huga er ég bara kominn heim og hef ekki mikinn áhuga á að nýta mér þessa klásúlu."

Undirritaður grínaðist með að það væri þá annað hvort FH eða Sádi-Arabía.

„Algjörlega. Hentu mér í 3. deildina í Sádi og ég er mættur með næsta flugi," sagði Böddi á léttu nótunum.

Var hreinskilinn við önnur félög
Var aldrei spurning um að fara í FH?

„Nei, í rauninni var það minn helsti vilji að ef ég væri að koma heim að koma þá alveg heim. FH er minn klúbbur, ég átti engar viðræður við önnur lið þó að það hafi komið áhugi. Ég ætlaði alltaf að gefa FH desember í að reyna loka þessu og við náðum þessu einhvern tímann í kringum 16. desember."

Einhverjir hefðu kannski einnig rætt við önnur félög upp á fjárhagslegu hliðina að gera. Er tengingin við FH svona sterk?

„Mér hefði fundist það leiðinlegt gagnvart öðrum liðum að lokka þau í einhverjar viðræður sem ég hefði ekki verið 100% 'invested' í og væri þá bara að nota gegn FH í rauninni. Það eru kannski ekki vinnubrögð sem þú vilt vera með gagnvart þínu fólki. Það var af virðingu við önnur lið að vera hreinskilinn frá byrjun. Ef við hefðum ekki náð að klára þetta í desember þá hefði ég farið í viðræður við önnur lið. En Dabbi er ágætur, náði að klára þetta á endanum."

Lifnaði yfir FH þegar Heimir tók við
Skiptir máli að Heimir Guðjónsson er að þjálfa liðið og leikmenn eins og Grétar Snær Gunnarsson og Hörður Ingi Gunnarsson sem Böddi þekkir eru hjá FH?

„Algjörlega, það skiptir mjög miklu máli. Ég hef fylgst með klúbbnum úr fjarska og það er búið að vera rosalega dauft andrúmsloft í kringum klúbbinn. Mér fannst lifna töluvert yfir þessu þegar Heimir tók við, það þurfti ekki annað en að sjá móttökurnar sem hann fékk þegar hann tekur við. Það skiptir mjög miklu máli og ég er mjög sáttur að hafa Heimi, hafa Björn Daníel (Sverrisson), Grétar og Hörð og þessa gæja sem maður þekkir. Eftir þessi ár úti þá er það gulls ígildi."

Heimir í München að fylgjast með tölunum
Böddi er byrjaður að æfa með FH. Hvernig er skrokkurinn að taka við fyrstu æfingunum?

„Heimir er kannski ekki þekktur fyrir að byrja hægt þannig að skrokkurinn er alveg búinn að finna fyrir þessu síðustu daga. Sem betur fer er frí í dag eftir hlaupatestið í gær, ætli maður verði ekki búinn að ná endurheimt fyrir næstu daga, ég vona það allavega."

„Heimir er úti í München núna. Við erum með GPS mæla þannig ég veit ekki hversu mikið maður getur slakað á. Hann fylgist örugglega með og ef ég þekki þann rétt þá kemur hann tví- ef ekki þríefldur til baka og við æfum eins og skepnur,"
sagði Böddi.

Viðtalið í heild sinni er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner