Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 10. febrúar 2021 12:33
Elvar Geir Magnússon
Klopp getur ekki verið viðstaddur jarðarför móður sinnar
Móðir Jurgen Klopp er látin, 81 árs að aldri. Hún hét Elisabeth og í minningarorðum sem Klopp skrifar í þýsku dagblaði segir hann að hún hafi verið sér allt.

„Hún var alvöru mamma í besta skilningi þess," skrifar Klopp.

Vegna heimsfaraldursins getur hann ekki ferðast til Þýskalands til að vera viðstaddur jarðarförina.

Hann segir að um leið og aðstæður leyfi muni verða haldin dásamleg minningarathöfn um móður hans.

Elisabeth giftist Norbert, föður Klopp, árið 1960 og eiga þau saman þrjú björn. Norbert lést árið 2000 eftir veikindi en hann var 66 ára.



Athugasemdir
banner