Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 10. febrúar 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Langbest mannaða liðið á landinu í dag"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur litið afar vel út á undirbúningstímabilinu til þessa. Liðið vann Fótbolta.net mótið á dögunum eftir sigur á ÍA í úrslitaleiknum.

Breiðablik var spáð öðru sæti í fyrstu ótímabæru spánni fyrir Pepsi Max-deildina í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Þar var rætt um það hversu ógnarsterkur hópurinn hjá Blikum er. Guðmundur Steinarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Blika og Gróttu, segir þetta sterkasta leikmannahópinn á landinu.

Jason Daði Svanþórsson, sem kom frá Aftureldingu, fór á kostum í Fótbolta.net mótinu.

„Jason Daði Svanþórsson var eiginlega besti leikmaðurinn í Fótbolta.net mótinu. Það verður erfitt fyrir suma af þessum súperstjörnum að taka sætið af Jasoni. Hann er ekkert að fara að gefa það eftir," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það er alveg klárt mál. Þá komum við að þessu. Hvað gerist á bak við tjöldin? Ef að það næst góð sátt um allt saman þá er þetta langbest mannaða liðið á landinu í dag held ég," sagði Guðmundur og átti þar við að ef menn yrðu sáttir með þann tíma sem þeir fengju inn á vellinum.

„Það eru miklir hæfileikar frá aftasta manni til þess fremsta," sagði Guðmundur jafnframt en umræðuna má í heild sinni hlusta á hér að neðan.
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max - Þrjú efstu ógnarsterk
Athugasemdir
banner
banner
banner