Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta svarar þeim sem fannst fagnaðarlætin hallærisleg - „Mér finnst þetta frábært“
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, furðar sig á þeim sem hafa gagnrýnt hann og lærisveina hans fyrir að fagna í 3-1 sigrinum á Liverpool síðustu helgi.

Spánverjinn gekk af göflunum í fagnaðarlátunum, þar sem hann hljóp upp allan völlinn í þriðja markinu sem Leandro Trossard gerði og þá tók hann fagnið hans Jürgen Klopp eftir leik.

Margir spekingar komu inn á það að leikmenn Arsenal hafi fagnað eins og þeir hefðu unnið ensku úrvalsdeildina og var Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, þar fremstur í flokki að gagnrýna Arsenal.

Arteta finnst ekkert að því að sýna ástríðu þegar það á við.

„Ég veit ekkert um það en ég elska það. Ég hef séð marga stjóra koma á Emirates þar sem þeir eru á hnjánum og á sjálfum vellinum og ég hef líka séð stóra stjóra labba inn á völlinn. Ég hef séð stjóra hlaupa upp alla hliðarlínuna. Allt þetta hef ég séð í ensku úrvalsdeildinni, en persónulega þá elska ég það því það kemur með svo mikla ástríðu og tilfinningar í leikinn, það er að segja þegar það er gert á náttúrulegan og einstakan hátt,“ sagði Arteta.

„Mér finnst þetta frábært og það er mín skoðun og það er fullt af öðru fólki sem hefur aðra skoðun á þessu,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner