Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 16:07
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Vestri kom til baka gegn Keflavík og náði í stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 2-2 Vestri
1-0 Stefan Alexander Ljubicic'22)
2-0 Stefan Alexander Ljubicic ('69)
2-1 Pétur Bjarnason ('78)
2-2 Benedikt Waren ('83)


Keflavík og Vestri áttust við í Skessunni í dag en þetta var fyrsti leikur liðanna í A-deild í riðli númer 1 í Lengjubikarnum.

Lengjudeildarliðið Keflavík komst í 2-0 forystu en staðan var 1-0 í hálfleik. Vestri, sem verður nýliði í Bestu deildinni í sumar, náði að koma til baka í síðari hálfleiknum og jafna metin með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla.

Pétur Bjarnason gerði fyrra mark Vestra og það var síðan Benedikt Waren sem jafnaði metin.

Keflavík sótti mikið undir lok leiks og fékk nokkrar hornspyrnur en náði ekki að skora sigurmarkið og niðurstaðan því 2-2 jafntefli.
Keflavík mætir Gróttu á föstudaginn kemur en Vestri tekur á móti FH eftir eina viku.

Markaskorarar sendist á [email protected]


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Grindavík 4 3 0 1 6 - 7 -1 9
2.    Keflavík 3 2 1 0 9 - 4 +5 7
3.    Breiðablik 3 2 0 1 10 - 3 +7 6
4.    FH 4 2 0 2 7 - 8 -1 6
5.    Vestri 3 0 1 2 2 - 4 -2 1
6.    Grótta 3 0 0 3 2 - 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner