Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Schick og Adeyemi skipta um umboðsteymi
Mynd: EPA
Tvö ungstirni úr þýska boltanum hafa skipt um umboðsskrifstofur á síðustu dögum, eftir að janúarglugginn lokaði.

Þetta þýðir að leikmennirnir séu mögulega að skoða að skipta um félag næsta sumar.

Annar þeirra er tékkneski framherjinn Patrik Schick sem hefur verið í lykilhlutverki í sterku liði Bayer Leverkusen á tímabilinu. Schick er 29 ára gamall og hefur skorað 20 mörk í 29 leikjum á tímabilinu, auk þess að gefa eina stoðsendingu.

Nýir umboðsmenn Schick eru Alen Augustincic og Andrija Marijanovic hjá Soccertalk GmbH group, sem er einnig með Luka Sucic á sínum snærum. Schick verður langstærsti skjólstæðingur umboðsskrifstofunnar.

Þá hefur Karim Adeyemi, sóknarleikmaður Borussia Dortmund, skrifað undir hjá ROOF umboðsskrifstofunni heimsfrægu. ROOF er með skjólstæðinga á borð við Kai Havertz, Ousmane Dembélé, Serge Gnabry og Virgil van Dijk á sínum snærum.

Adeyemi var eftirsóttur í janúar en varð að lokum eftir hjá Dortmund. Hann er 23 ára gamall og hefur skorað 5 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 17 leikjum það sem af er tímabils.
Athugasemdir
banner
banner