Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 10. febrúar 2025 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Jafnt á Mallorca
Mynd: EPA
Mallorca 1 - 1 Osasuna
1-0 Vedat Muriqi ('81, víti)
1-1 Flavien Boyomo ('94)

Mallorca tók á móti Osasuna í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og var staðan markalaus eftir hnífjafnan fyrri hálfleik, þar sem hvorugt lið gaf færi á sér.

Það lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik þar sem gestirnir í liði Osasuna voru sterkari aðilinn, en heimamenn í Mallorca tóku forystuna á lokakaflanum.

Vedat Muriqi skoraði þá úr vítaspyrnu á 81. mínútu og virtust heimamenn vera að sigla dýrmætum sigri í land þegar Flavien Boyomo jafnaði metin fyrir Osasuna í uppbótartíma.

Lokatölur urðu því 1-1 og eru þessi tvö lið áfram jöfn á stigum um miðja deild, fjórum stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner