Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. apríl 2021 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smith eftir tap við Liverpool: Áttum stig skilið
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, var svekktur eftir tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Villa var 1-0 yfir í hálfleik en Liverpool kom til baka og vann leikinn 2-1. Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmark Liverpool á 90. mínútu.

„Við áttum stig skilið. Seinni hálfleikurinn var betri hjá okkur en samt töpum við honum 2-0. Svona er fótboltinn stundum," sagði Smith eftir leikinn.

„Við misstum einbeitinguna. Við fengum góð tækifæri en það vantaði upp á síðustu sendinguna... það er svekkjandi að fá þetta mark á okkur svona seint."

„Ollie Watkins spilaði aftur mjög vel. Hann er búinn að skora fjögur mörk gegn meisturunum á tímabilinu en við förum héðan með ekki neitt."

Villa er í níunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner