Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 10. apríl 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Ansgar Knauff hetja Dortmund
Stuttgart 2 - 3 Borussia D.
1-0 Sasa Kalajdzic ('17 )
1-1 Jude Bellingham ('47 )
1-2 Marco Reus ('52 )
2-2 Daniel Didavi ('78 )
2-3 Ansgar Knauff ('80 )

Borussia Dortmund vann sigur á Stuttgart í fjörugum leik í þýsku úrvalsddeildinni í kvöld. Þetta var síðasti leikur dagsins í deildinni.

Önnur úrslit í dag:
Þýskaland: Leipzig nýtti sér þegar Bayern missteig sig

Stuttgart leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark frá Sasa Kalajdzic en Dortmund jafnaði og komst yfir í byrjun seinni hálfleiks. Enski táningurinn Jude Bellingham jafnaði og Marco Reus kom Dortmund svo yfir.

Daniel Didavi jafnaði metin fyrir Stuttgart á 78. mínútu en það var Ansgar Knauff sem var hetja Dortmund í þessum leik. Þessi 19 ára gamli leikmaður byrjaði óvænt í Meistaradeildinni í vikunni en hann byrjaði á bekknum í dag og kom inn á sem varamaður. Hann reyndist hetja Dortmund.

Dortmund er eftir þennan sigur í fimmta sæti, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Stuttgart er í níunda sæti.
Athugasemdir
banner