Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 10. apríl 2024 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Björg á leið í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í Val frá franska félaginu PSG. Samningurinn sem Berglind skrifaði undir hjá PSG sumarið 2022 rennur út í sumar.

Landsliðsframherjinn er að snúa til baka eftir barnsburð en hún eignaðist sitt fyrsta barn í desember.

Hún gaf það út í viðtali við Vísi fyrir helgi að hún myndi ekki framlengja þann samning.

Valur missti í vetur markadrottningu síðasta tímabils þegar Bryndís Arna Níelsdóttir fór til sænska félagsins Växjö. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir hefur leitt framlínuna hjá Val í vetur.

Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum.

Komnar
Hailey Allende Whitaker frá Finnlandi
Helena Ósk Hálfdánardóttir frá Breiðabliki
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Þrótti R.
Jasmín Erla Ingadóttir frá Stjörnunni
Katie Cousins frá Þrótti R.
Nadía Atladóttir frá Víkingi
Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Stjörnunni
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir frá Haukum
Bryndís Eiríksdóttir frá HK (var á láni)
Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Gróttu (var á láni)
Lillý Rut Hlynsdóttir frá FH (var á láni)
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni)

Farnar
Ásdís Karen Halldórsdóttir til Noregs
Bryndís Arna Níelsdóttir til Svíþjóðar
Arna Eiríksdóttir alfarið til FH (var á láni)
Hanna Kallmaier til FH
Ída Marín Hermannsdóttir til FH
Lára Kristín Pedersen til Hollands
Þórdís Elva Ágústsdóttir til Svíþjóðar
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir til Þróttar
Haley Berg til Tyrklands
Laura Frank til Danmerkur
Lise Dissing til Noregs
Málfríður Anna Eiríksdóttir til Danmerkur
Hildur Björk Búadóttir í Gróttu
Birta Guðlaugsdóttir til Víkings
Jana Sól Valdimarsdóttir í HK

Samningslausar
Rebekka Sverrisdóttir
Athugasemdir
banner
banner