Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   mið 10. apríl 2024 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Foden var ósáttur við mig
Pep Guardiola og Phil Foden
Pep Guardiola og Phil Foden
Mynd: Getty Images
Josko Gvardiol skoraði fallegt mark
Josko Gvardiol skoraði fallegt mark
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var nokkuð ánægður með að fara með 3-3 jafntefli frá Santiago Bernabeu í kvöld en hann er mjög bjartsýnn á að liðið geti komist í undanúrslit.

Leikur Real Madrid og Man City var einn sá skemmtilegasti leikur Meistaradeildarinnar í ár.

Mörkin voru flest af dýrustu gerð. Guardiola er yfirleitt ekki sáttur þegar liðið fær á sig þrjú mörk en hann gat lítið kvartað yfir frammistöðu sinna mann í kvöld.

„Þeir eru svo erfiðir vegna þess að þeir verjast svo vel og hraðinn sem þeir eru með fram á við er ótrúlegur. Það er ómögulegt að stjórna þessu liði,“ sagði Guardiola.

„Við vorum svolítið stressaðir á boltann í fyrri hálfleiknum en í seinni sýndum við ótrúlegan persónuleika í spilinu því að vera 2-1 undir er svolítið hættulegt að vera 2-1 undir og sérstaklega ef þú færð á þig annað mark í hraðaupphlaupi.“

„Það að koma til baka í 3-1 eða 4-1 í Manchester hefði verið erfitt en við mættum með meiri yfirvegun og vorum betri í síðari hálfleiknum. Þegar þú ert kominn á 76. eða 77. mínútu á þessum leikvangi þá finnst manni eins og það sé heil eilífð. Við tökum 3-3 og verðum síðan að vinna leik til að komast í undanúrslit. Við höfum 95 mínútur til að sigra kónganna í þessari keppni. Við munum reyna á þetta og fólkið verður þarna. Þeir munu skora eitt mark, það er klárt mál.“


Króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol spilaði með Man City í dag og skoraði þriðja markið, sem var í glæsilegri kantinum, en Guardiola var sérstaklega ánægður með frammistöðu hans.

„Við vorum heppnir að hann gat spilað í dag, annars hefði þetta verið erfitt því við erum ekki með leikmenn þarna aftast. Framlag hans var ótrúlegt og ekki bara markið sem hann skoraði, heldur spilaði hann mjög vel og við erum svo ánægðir að hafa hann hér.“

Markið sem Phil Foden skoraði var ekki síðra, negla fyrir utan teig, sem hafnaði efst í vinstra horninu. Foden kveinkaði sér aðeins undir lok leiks og ákvað Guardiola að taka hann af velli, Foden ekki til mikillar ánægju.

„Þetta var smá högg. Hann var mjög pirraður út í mig fyrir að skipta honum af velli,“ sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner