
„Mjög spennandi verkefni framundan og við erum fullar tilhlökkunar að mæta þeim á heimavelli," sagði Harpa Þorsteinsdóttir en Ísland spilar við Slóveníu á morgun í undankeppni HM.
„Ég veit hverjir mínir styrkleikar eru og Freyr veit það og ég vona þeir nýtist okkur sem best í sem flestum leikjum maður spilar bara auðvita bara á sínum styrkleikum," sagði Harpa en Íslenska landsliðið hefur átt erfitt með að halda boltanum upp á topp en einn af styrkleikum Hörpu er hversu góð hún er að halda boltanum.
„Mér líður vel, ég finn það bara að ég byrjaði aðeins seinna í vetur og búið taka mig smá tíma að komast í gang en ég finn það abra núna í hverri vikunni að ég er að komast í toppstand og líður bara mjög vel bæði líkamlega og andlega."
Harpa hefur farið vel af stað í upphafi sumars og virðist vera í toppstandi. Hún er einnig búin að reyna fyrir sér í pólítík svo augljóstasta spurninginn var fótbolti eða pólitík
Bæði," segir Harpa og hlær að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir