Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 10. júní 2021 21:41
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Fleiri en við sem voru ekki góðir í dag
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta tapaði fyrir Kórdrengjum í Breiðholtinu í kvöld þar sem Kórdrengir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Enn og aftur ganga Gróttumenn svekktir frá borði en í tveimur leikjum þar á undan misstu þeir væna forystu niður í jafntefli.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Þetta eru þrír leikir í röð sem eru þvílík vonbrigði fyrir okkur. Við ætluðum að vinna alla þessa leiki og ná í níu stig en útkoman er tvö. Við létum boltann rúlla í dag og stjórnuðum leiknum en heilt yfir var þetta vonbrigði," segir Ágúst.

„Við ætlum að halda áfram, það er nóg eftir af þessu móti. Við viljum vera við toppinn en eins og staðan er í dag erum við miðlungslið í deildinni. Við þurfum að átta okkur á því að frammistaðan að undanförnu gefur ekki meira. Næsta vikar er mikilvæg æfingalega séð og andlega séð. Við förum í erfiðan leik í Grindavík og þurfum að stilla saman strengi."

Mark var dæmt af Gróttu í fyrri hálfleik en erfitt var að sjá á hvað var dæmt. Er Ágúst búinn að fá útskýringu á því?

„Við vorum ekki góðir í dag en fleiri voru ekki góðir. Ég er ekki búinn að fá útskýringu á því, mér finnst dómgæslan í sumar hafa verið skrítin," segir Ágúst.

Horfðu á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner