Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 10. júní 2021 21:41
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Fleiri en við sem voru ekki góðir í dag
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta tapaði fyrir Kórdrengjum í Breiðholtinu í kvöld þar sem Kórdrengir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Enn og aftur ganga Gróttumenn svekktir frá borði en í tveimur leikjum þar á undan misstu þeir væna forystu niður í jafntefli.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Þetta eru þrír leikir í röð sem eru þvílík vonbrigði fyrir okkur. Við ætluðum að vinna alla þessa leiki og ná í níu stig en útkoman er tvö. Við létum boltann rúlla í dag og stjórnuðum leiknum en heilt yfir var þetta vonbrigði," segir Ágúst.

„Við ætlum að halda áfram, það er nóg eftir af þessu móti. Við viljum vera við toppinn en eins og staðan er í dag erum við miðlungslið í deildinni. Við þurfum að átta okkur á því að frammistaðan að undanförnu gefur ekki meira. Næsta vikar er mikilvæg æfingalega séð og andlega séð. Við förum í erfiðan leik í Grindavík og þurfum að stilla saman strengi."

Mark var dæmt af Gróttu í fyrri hálfleik en erfitt var að sjá á hvað var dæmt. Er Ágúst búinn að fá útskýringu á því?

„Við vorum ekki góðir í dag en fleiri voru ekki góðir. Ég er ekki búinn að fá útskýringu á því, mér finnst dómgæslan í sumar hafa verið skrítin," segir Ágúst.

Horfðu á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir