Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fim 10. júní 2021 21:41
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Fleiri en við sem voru ekki góðir í dag
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta tapaði fyrir Kórdrengjum í Breiðholtinu í kvöld þar sem Kórdrengir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Enn og aftur ganga Gróttumenn svekktir frá borði en í tveimur leikjum þar á undan misstu þeir væna forystu niður í jafntefli.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Þetta eru þrír leikir í röð sem eru þvílík vonbrigði fyrir okkur. Við ætluðum að vinna alla þessa leiki og ná í níu stig en útkoman er tvö. Við létum boltann rúlla í dag og stjórnuðum leiknum en heilt yfir var þetta vonbrigði," segir Ágúst.

„Við ætlum að halda áfram, það er nóg eftir af þessu móti. Við viljum vera við toppinn en eins og staðan er í dag erum við miðlungslið í deildinni. Við þurfum að átta okkur á því að frammistaðan að undanförnu gefur ekki meira. Næsta vikar er mikilvæg æfingalega séð og andlega séð. Við förum í erfiðan leik í Grindavík og þurfum að stilla saman strengi."

Mark var dæmt af Gróttu í fyrri hálfleik en erfitt var að sjá á hvað var dæmt. Er Ágúst búinn að fá útskýringu á því?

„Við vorum ekki góðir í dag en fleiri voru ekki góðir. Ég er ekki búinn að fá útskýringu á því, mér finnst dómgæslan í sumar hafa verið skrítin," segir Ágúst.

Horfðu á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner