Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 10. júní 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luton skoðar úrvalsdeildarmarkmenn
Asmir Begovic
Asmir Begovic
Mynd: EPA

Luton er byrjað að safna í lið fyrir tímabilið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Luton tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir sigur á Coventry í umspilinu í Championship deildinni.

Liðið hefur haft samband við forráðamenn Asmir Begovic en hann yfirgaf Everton eftir tímabilið þar sem samningur hans rann út. Það eru nokkur tilboð á borðinu hjá þessum 35 ára gamla Bosníumanni og hann er ekki að drífa sig að taka ákvörðun.

Þá er einnig greint frá því að Luton sé að skoða Mark Travers markvörð Bournemouth.


Athugasemdir
banner
banner
banner