Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern búið að ná samkomulagi við Tah
Mynd: Getty Images

Bayern Munchen hefur náð samkomulagi við Jonathan Tah varnarmann Leverkusen um að hann gangi til liðs við félagið.


Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að Tah sé tilbúinn að skrifa undir fimm ára samning við Bayern.

Leverkusen hefur verið tjáð að Tah vilji ganga til liðs við Bayern og félögin munu hefja viðræður fljótlega.

Bayern mun snúa sér að Levi Colwill varnarmanni Chelsea ef liðinu mistekst að næla í Tah.

Tah er 28 ára gamall Þjóðverji en samningur hans við Leverkusen rennur út næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner