Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong ekki með Hollandi á EM
Frenkie de Jong hér lengst til hægri
Frenkie de Jong hér lengst til hægri
Mynd: Getty Images

Frenkie de Jong miðjumaður hollenska landsliðsins verður ekki með liðinu á EM en þetta var staðfest strax eftir leik liðsins gegn Íslandi í kvöld.


De Jong meiddist á ökkla í leik Barcelona gegn Real Madrid í apríl en ferðaðist með landsliðinu í vináttulandsleikina gegn Kanada og Íslandi en gat ekki tekið þátt í þeim leikjum.

Hann tók þátt í hluta af æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi en hann vonaðist sjálfur eftir því að geta spilað á EM en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að hann ferðist ekki með liðinu.

De Jong er 27 ára gamall miðjumaður og hefur leikið 54 landsleiki fyrir hönd Hollands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner