Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 10. júní 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong ekki með Hollandi á EM
Frenkie de Jong hér lengst til hægri
Frenkie de Jong hér lengst til hægri
Mynd: Getty Images

Frenkie de Jong miðjumaður hollenska landsliðsins verður ekki með liðinu á EM en þetta var staðfest strax eftir leik liðsins gegn Íslandi í kvöld.


De Jong meiddist á ökkla í leik Barcelona gegn Real Madrid í apríl en ferðaðist með landsliðinu í vináttulandsleikina gegn Kanada og Íslandi en gat ekki tekið þátt í þeim leikjum.

Hann tók þátt í hluta af æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi en hann vonaðist sjálfur eftir því að geta spilað á EM en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að hann ferðist ekki með liðinu.

De Jong er 27 ára gamall miðjumaður og hefur leikið 54 landsleiki fyrir hönd Hollands.


Athugasemdir
banner
banner