Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 10. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir Englendingar á sölulista Arsenal
Ramsdale varði mark Englands gegn Íslandi.
Ramsdale varði mark Englands gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daily Mirror sagði frá því um helgina að Arsenal væri að vonast til þess að selja fjóra enska leikmenn í sumar.

Það eru þeir Aaron Ramsdale, Eddie Nketiah, Emile Smith Rowe og Reiss Nelson.

Skytturnar vilja fjármagna kaup í sumar og eru þessir leikmenn ásamt Oleksandr Zinchenko og Kieran Tierney sagðir vera til ölu.

Ramsdale er enskur landsliðsmaður, varði mark Englands gegn Íslandi á föstudag og er á leið á EM. Hann var varamarkvörður fyrir David Raya á tímabilinu og fátt í kortunum sem segir að hann verði í stóru hlutverki á næsta tímabili.

Smith Rowe, Nketiah og Nelson voru einnig í mjög takmörkuðu hlutverki í vetur. Fulham er sagt hafa áhuga á Smith Rowe.

Arsenal er sagt vera að skoða þá Benjamin Sesko, Joshua Zirkzee, Douglas Luiz, Viktor Tsygankov og Dominic Solanke.
Athugasemdir
banner
banner
banner