Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 10. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki ákvörðun Kasper Hjulmand
Matt O'Riley.
Matt O'Riley.
Mynd: Getty Images
Það hefur vakið nokkra athygli að Matt O'Riley, miðjumaður Celtic, sé ekki í danska landsliðshópnum fyrir EM.

O'Riley er fæddur og uppalinn í Englandi, en móðir hans er dönsk. Hann hefur spilað tvo landsleiki fyrir Danmörku og hafði vonast til að spila á EM með liðinu í sumar.

Það varð hins vegar ekkert úr því þar sem hann var ekki valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil með Celtic. Hann skoraði 19 mörk og lagði 18 mörk sem er frábært af miðjumanni að vera.

Marc Rieper, fyrrum leikmaður Celtic og danska landsliðsins, segist ekkert skilja í danska landsliðsþjálfaranum, Kasper Hjulmand.

„Þegar þú lítur á tímabilið sem hann átti og titlana sem hann hjálpaði Celtic að vinna, þá kemur þetta gríðarlega á óvart," sagði Rieper.

„Hann hefði eiginlega ekki getað gert meira til að komast í flugvélina til Þýskalands. þar sem hann átti ótrúlegt tímabil með Celtic.

„Ég hefði 100 prósent valið hann. Það sem er ótrúlegt er að þú ert með 26 manna hóp og það er ekkert pláss fyrir Matt."

Danmörk er í C-riðli á EM með Englandi, Serbíu og Slóveníu.
Athugasemdir
banner
banner