Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Guðni hefur spilað eina mínútu frá því í desember
Jón Guðni Fjóluson er fæddur í Þorlákshöfn.
Jón Guðni Fjóluson er fæddur í Þorlákshöfn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson á langt í frá fast sæti í liðinu hjá félagsliði sínu, Krasnodar, sem leikur í rússnesku úrvalsdeildinni.

Krasnodar sótti í gær Rubin Kazan heim og lá gestaliðið, 1-0, fyrir heimamönnum. Jón Guðni var á bekknum og kom ekkert við sögu.

Jón Guðni hefur spilað samtals eina mínútu í keppnisleik frá því 2. desember þegar hann lék allan leikinn í 0-0 jafntefli gegn Tambov í 18. umferð úrvalsdeildarinnar.

Í vikunni fór fram 27. umferðin í deildinni, Krasnodar á þó leik til góða. Mínútan kom í 0-1 útisigri á Spartak Moskvu í 21. umferð deildarinnar. Eftir þessar 90 mínútur í desember hefur Jón Guðni verið sex sinnum á bekknum og tvisvar ekki verið í leikmannahópnum.

Þá mætti liðið Getafe í lokaleik riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í desember og var Jón Guðni ekki í hópnum þá. Krasnodar er í 4. sæti rússnesku deildarinnar.

Jón Guðni á að baki 16 A-landsliðsleiki og hefur í þeim skorað eitt mark. Hann spilaði síðast með landsliðinu gegn Andorra síðasta haust og lék allan leikinn í 2-0 sigri.

Samkvæmt upplýsingum Transfermarkt rennur samningur Jóns Guðna út næsta sumar. „Þetta er ekki góð staða. Ég get bara spilað þegar það eru meiðsli eða leikbönn," sagði landsliðsmaðurinn í viðtali þann 22. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner