Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. júlí 2021 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Góður í fótbolta og virkilega efnilegur leikmaður"
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Anton Logi Lúðvíksson gekk til liðs við Aftureldingu á láni um mánaðarmótin. Hann hefur leikið þrjá leiki með Aftureldingu og skorað í þeim eitt mark.

Afturelding tapaði gegn Fram 2-0 í Lengjudeildinni í gær en Magnús Már Einarsson var spurður út í Anton í viðtali eftir leikinn.

„Hann var mjög góður í dag og búinn að vera mjög góður í þessum þremur leikjum sem hann hefur spilað með okkur. Góður í fótbolta og virkilega efnilegur leikmaður."

„Hann hentar vel í okkar leikstíl og búinn að standa sig mjög vel. Vonandi verður framhald á því. Ég hef enga trú á öðru en að hann muni hjálpa okkur ennþá meira," sagði Magnús Már.

Anton gríðarlega góður liðstyrkur fyrir Aftureldingu.

„Auðvitað er það sterkt að geta fengið hann til okkar en það er engin tilviljun að við ákváðum að taka hann inn. Við reynum að velja vel leikmenn sem við fáum inn, að þeir passi í hugmyndafræðina okkar og séu að bæta liðið. Við sáum möguleika á því þarna. Mér finnst að hann hafi staðið sig mjög vel í þessum þremur leikjum hingað til," sagði Magnús Már.
Magnús Már: Vantaði trú og greddu í kringum teiginn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner